Trönuberja og pistasíu kökur með smjörkremi

Uppskriftin er fyrir 4

 
 
  • 230 gr smjör, við stofuhita

  • 100 gr sykur

  • 200 gr púðursykur

  • 2 egg

  • 1 tsk vanilludropar

  • 375 gr hveiti

  • 5 gr matarsódi

  • 1 msk heitt vatn

  • 1 tsk salt

  • 150 ngr hvítt súkkulaði, saxað gróft

  • 100 gr pistasíur, án skels

  • 100 gr þurrkuð trönuber

  • Sjávarsalt, Maldon t.d.

Hitið ofninn í 170c, ég nota ekki blástur, heldur bara yfir og undirhita. Þeytið saman smjörið og sykurinn þar til ljóst og loftkennt. Bætið eggjunum við eitt í einu og þeytið á milli. Gott er að nota sleikju til þess að skafa upp úr botninum og úr hliðunum reglulega. Leysið matarsódann upp í heita vatninu og blandið saman við ásamt salti.Að lokum bætið því hveitinu við í skömmtum, ásamt súkkulaðinu, trönuberjunum og hnetunum.  Ekki þeyta deigið mikið saman eftir þetta, heldur notið sleikuna til að allt blandist vel saman. Setjið á bökunarplötu með smjörpappír, stráið smá sjávarsalti yfir hverja köku og hafið gott bil á milli, því þær eiga eftir að dreifa mikið úr sér.Bakið í 8 mín,takið þá plötuna út og snúið við og bakið í 4-6 mín til viðbótar, passið að þær brúnist ekki um of.

Smjörkrem

  • 100 gr Smjör, við stofuhita

  • 200 gr flórsykur

  • 1 Eggjarauða

  • 2 tsk vanilludropar 

Þeyttu smjörið ljóst, bættu við sykrinum smá saman, því næst eggjarauðunni og vanilludropunum í lokinn. Setjið í sprautupoka og sprautið á kökurnar.

Previous
Previous

Hvít súkkulaðimús með vanillukexi