Kjúklingabringur í pistasíu kryddhjúp með kremaðri sveppasósu, tagliatelle shitakesveppum og kirsuberjatómötum

Uppskriftin er fyrir 4

 
 
  • 4 stk kjúklingabringur 

  • 30 gr íslensk steinselja  

  • ½ hvítlauksrif 

  • 70 gr pistasíukjarnar 

  • 40 gr grana padano ostur 

  • 40 gr brauðraspur 

  • Börkur af 1 lime  

  • Sjávarsalt 

  • Svartur pipar úr kvörn 

Setjið allt nema kjúklingabringurnar saman í matvinnsluvél og blandið vel saman. Leggið kjúklingabringurnar í eldfast mót og þekjið þær með kryddhjúpnum. Setjið inn í 180 gráðu heitan ofninn í 35 min eða þar til bringurnar eru orðnar 73 gráður í kjarnhita.

Kremuð sveppasósa

  • 1 stk hvítur laukur 

  • 1 hvítlauksrif 

  • Olía til steikingar 

  • 100 ml hvítvín (má sleppa)

  • 200 gr blandaðir frosnir villisveppir 

  • ½ liter rjómi 

  • 150 ml kjúklingasoð eða vatn og kraftur 

  • Safi úr 1 stk lime 

  • Sjávarsalt 

  • Svartur pipar úr kvörn 

Skrælið og skerið laukinn og hvítlaukinn í þunnar skífur. Steikið laukinn við lágan hita þar til hann er orðinn mjúkur í gegn. Setjið sveppina saman við og steikið í 5 mín. Hellið hvítvíninu yfir laukinn og sveppina og sjóðið það niður um helming. Hellið soðinu (eða vatninu) og rjómanum í pottinn og sjóðið við lágan hita í ca 30 min eða þar til að sósan fer að þykkna. Maukið sósuna með töfrasprota. Smakkið hana til með lime safanum, salti, pipar og kjúklingakraftinum eftir smekk. 

Tagliatelle með steiktum sveppum og kokteiltómötum

  • 500 gr ferskt tagliatelle 

  • 1 box shitakesveppir  

  • 1 box sveppir 

  • 1 box kokteiltómatar

  • 50 gr smjör 

  • Sjávarsalt 

  • Svartur pipar úr kvörn 

Sjóðið pastað og kryddið það með salti og pipar og veltið því upp úr ólífuolíu. Skerið sveppina niður og steikið þá upp úr smjörinu. Skerið tómatana í fernt. 

Gott er að bera þennan rétt fram með sítrónusneið, klettasalati og ólífuolíu

ER3048.jpg
Previous
Previous

Mexikóskur pottréttur með kjúkling og maís -svartbaunasalsa

Next
Next

Salatblaðs taco með léttsýrðu grænmeti, kotasælusalati og grilluðum kjúklingalundum í hot sauce