Lambainnanlæri í myntu og fetaosthjúp. Couscus með blómkáli granataeplakjörnum og möndlum.

Uppskriftin er fyrir 4

 
 
  • 800 gr fullhreinsað lambainnanlæri 

  • 200 ml ab mjólk 

  • Sjávarsalt 

  • Svartur pipar úr hvörn

Setjið kjötið í mót, hellið ab mjólkinni yfir það og látið standa í 1 sólarhring í ískáp áður en það er eldað.

Myntu og fetaostsshjúpur 

  • ½ bréf mynta 

  • 110 gr fetaostur 

  • 1 stk hvítlauksgeiri (fínt rifinn)

  • 1 stk rautt chili 

  • 100 gr brauðraspur 

  • 1 tsk allrahanda krydd

  • 1 tsk cumin 

  • 1 tsk kanill

  • 1 tsk salt 

Setjið allt hráefnið saman í matvinnsluvél og vinnið það saman í 1 min eða þar til allt er orðið að mauki. Kryddið kjötið með salti og pipar og setjið í eldfast mót. Setjið hjúpinn yfir kjötið og setjið það inn í 200 gráðu heitann ofninn í 30 min eða þar til kjötið hefur náð 58 gráðu kjarnhita. Takið út úr ofninum og setjið álpappír yfir eldfasta mótið og látið kjötið hvíla í 15 min.  

Couscus með steiktu blómkáli, myntu og möndlum 

  • 500 gr couscus (Soðið) 

  • 1 haus blómkál 

  • 1 msk cumin 

  • 1 stk granatepli 

  • ½ bréf mynta 

  • ½ stk rautt chili 

  • 50 gr vorlaukur 

  • 60 gr möndluflögur (ristaðar við 150 gráður í 30 min)

  • 50 ml eplaedik

  • 50 ml ólífuolía 

  • Ólífuolía til steikingar 

  • Sjávarsalt 

  • Svarturpipar úr kvörn

Skerið blómkálið niður og steikið það upp úr ólífuolíunni og kryddið til með saltinu, piparnum og cumininu. Hreinsið kjarnana úr granateplunum og setjið út í couscusið ásamt blómkálinu. Skerið myntuna niður og bætið henni út í með hinu hráefninu ásamt chilinu, vorlauknum, möndlunum og ólífuolíunni. Blandið öllu saman og smakkið til með, saltinu og piparnum.

ER3003.jpg
Previous
Previous

Lambafille Wellington

Next
Next

Lambalæri með dilli, kapers og hvítlauk. Kremað brokkolí og grænkál