Steiktar lambalundir með pistasíum bornar fram með hægelduðum gulrótum, chorizo og trufflumajónesi.

Uppskriftin er fyrir 4

 
 

Lambalundir með pistasíum 

  • 800 gr lambalundir 

  • ólífuolía 

  • 50 gr smjör 

  • sjávarsalt 

  • svartur pipar úr kvörn 

  • 100 gr pistasíur (ristaðar við 150 gráður í 15 mín)

Setjið lundirnar á bakka og kryddið þær allan hringinn með salti og pipar. Hitið pönnu með ólífuolíu og setjið lundirnar á pönnuna. Steikið í 2 mínútur, snúið þeim svo við og bætið smjörinu út á pönnuna.  Steikið í 2 mínútur í viðbót og ausið smjörinu yfir á meðan. Takið lundirnar af pönnunni, setjið þær í eldfast mót með álpappír yfir og látið þær hvíla þar í 10 mínútur. Skerið pistasíurnar fínt niður og stráið þeim svo jafnt yfir lundirnar áður en þær eru bornar fram.


Hægeldaður gulrætur með chorizo og smælkiskartöflum 

  • 500 gr gulrætur 

  • 1 stk rauðlaukur

  • 250 ml ólífuolía 

  • 600 gr soðnar kartöflur 

  • 100 gr chorizo 

  • 2 msk eplaedik 

  • 70 gr kapers 

  • ½ búnt ítölsk steinselja 

  • sjávarsalt 

  • svartur pipar úr kvörn 

Skrælið gulræturnar og laukinn og skerið þunnt niður. Setjið síðan í pott með ólífuolíunni og eldið við hálfan styrk í 20 mín. Skerið smælkið í helming og chorizoið í litla bita. Bætið því út í pottinn og eldið í ca 10 mínútur í viðbót. Bætið eplaedikinu út í og smakkið til með saltinu og piparnum. Skerið steinseljuna gróft niður og bætið útí í lokin ásamt kapersnum.

Trufflumajónes 

  • 150 gr japanskt majónes 

  • 2 msk truffluolía 

  • 1 msk sítrónusafi 

  • 2 msk trufflur í krukku (má sleppa)

Setjið allt hráefnið saman í skál og pískið saman.

ERIII4295 copy 2.jpg
Previous
Previous

Hægeldaðir lambaleggir í indverskum kryddum með grænmeti bökuðu í kókosmjólk.