Kjúklingabringa á súrdeigsbrauði með epla hrásalati og avokadó frönskum

Uppskriftin er fyrir 4

 
 
  • 600 gr kjúklingabringur

  • 1 msk sjávarsalt 

  • 1 msk paprikuduft 

  • 1 msk laukduft 

  • 1 msk cummin

  • 1 msk svartur pipar úr kvörn

  • 4 stk súrdeigsbrauðsneiðar 

  • 1 poki klettasalat

Blandið öllum kryddunum saman. Setjið kjúklingabringurnar í eldfast mót, kryddið með kryddblöndunni og setjið inn í 180 gráðu heitan ofninn í  20-25 mínútur eða þar til bringurnar hafa náð 73 gráðum í kjarnhita  


Vorlauks dressing 

  • 1 dós sýrður rjómi 18%

  • 200 gr majónes  

  • 1 hvítlauksgeiri (fínt rifinn)

  • 2 stk vorlaukur (fínt skorinn)

  • ½ poki fínt skorin steinselja 

  • 1 tsk sambal oelek chilimauk

  • Safi úr ½ sítrónu

  • Sjávarsalt 

  • Svartur pipar úr kvörn

Blandið öllu hráefninu saman og smakkið til með saltinu 

Sætur rauðlaukur 

  • 1 stk rauðlaukur 

  • 1 tsk flórsykur  

  • 1 msk eplaedik

Skerið laukinn í örþunnar sneiðar setjið í skál  með sykrinum og edikinu, blandið vel saman og látið standa í 1 klst.

Hrásalat 

  • 2 stk fínt skorin græn epli 

  • ½ haus fínt skorið hvítkál 

  • 3 stk fínt skorinn vorlaukur 

  • 1 dós sýrður rjómi 18%

  • 2 msk majónes 

  • ½ búnt fínt skorinn kóriander

  • ½ stk fínt skorinn rauður chili 

  •  fínt rifinn börkur af 1 lime 

  • 2 msk maple síróp

Blandið majónesinu og sýrða rjómanum saman ásamt sírópinu og limeberkinum. Blandið öllu hinu hráefninu saman við og smakkið til með salti og smá limesafa. 

Avokadó franskar

  • 2 stk avokadó 

  • 100 gr parmesan(fínt rifnn)

  • 2 stk egg 

  • Sjávarsalt 

  • Svartur pipar úr kvörn

Skerið avokadóið til helminga langsum og takið steininn úr því. 

Skerið avokadóið í franskar og veltið þeim upp úr egginu og því næst parmesanostinum. Setjið franskarnar á bökunarplötu og inn í 200 gráðu heitan ofninn í 10-15 mín eða þar til osturinn er orðinn gylltur. Kryddið með salti og pipar.

ER3090.jpg
Previous
Previous

Nachos borgari með pico de gallo og mexico-ostadressingu