Steiktur þorskhnakki með kóríandersósu og steiktum kartöflum með spínati og baunaspírum.

Uppskriftin er fyrir 4

 
 

Þorskhnakkar

  • 800 gr þorskhnakkar 

  • 100 gr gróft salt

  • 100 gr smjör

  • Olífuolía 

  • Svartur pipar úr kvörn 

Setjið þorskhnakkann á bökunarplötu og saltið yfir og undir hann með grófa saltinu og látið það standa á honum í 20 mín. Skolið saltið af þorskhnakkanum með köldu vatni og þerrið hann með eldhúsbréfi. Skerið hnakkann í 4 steikur og hitið pönnu með vel af ólífuolíu. Setjið þorskinn á heita pönnuna og steikið í ca. 3 mín eða þar til hann er orðinn gylltur og fallegur. Snúið steikunum við og bætið smjörinu út á pönnuna og ausið því yfir á meðan þið steikið hnakkann í ca 4 mín í viðbót, eða þar til hann er eldaður í gegn.  


Steiktar kartöflur með spínati og baunaspírum

  • 800 gr soðnar kartöflur (gullauga)

  • 1/2 rauður chili (gróft skorinn)

  • 1 stk rauðlaukur (skrældur og gróft skorinn)

  • 1 poki spínat 

  • 4 msk sojasósa 

  • 20 gr smjör 

  • 1/2 box baunaspírur 

  • 1/2 búnt kóriander (gróft skorinn)

  • Ólífuolía 

  • Sjávarsalt 

  • Svartur pipar 

Skerið kartöflurnar í 6 til 8 hluta og setjið á pönnuna með vel af ólífuolíu og steikið þar til kartöflurnar eru farnar að gyllast að utan. Bætið smjöri, chili og rauðlauknum út á pönnuna og steikið í ca 3 mín í viðbót. Hellið sojasósunni út á pönnuna og smakkið allt til með salti og pipar eftir smekk. Blandið spínatinu, baunaspírunum og kóriandernum útí í lokin.


Kóríandersósa

  • 2 stk hvítlauksrif (fínt skorin)

  • 1 stk laukur (fínt skorinn)

  • 1 msk engifer (fínt skorið) 

  • 3 msk hrísgrjónaedik 

  • 3 msk sojasósa

  • 2 msk fiskisósa 

  • 1 dós kókosmjólk (400ml)

  • 5 stilkar fínt skorinn kóríander 

  • 1 stk lime 

  • Olífuolía til steikingar 

  • Sjávarsalt 

  • Svartur pipar úr kvörn

Hitið pott með olíu í og steikið laukinn, hvítlaukinn og engiferið saman þar til það er mjúkt í gegn. Bætið svo edikinu, fiskisósunni og sojasósunni í pottinn og látið sjóða í 2 mín. Hellið því næst kókosmjólkinni ofan í pottinn og látið sjóða í ca. 20 mín. Maukið blönduna með töfrasprota og smakkið til með saltinu, piparnum og safa úr 1 lime. Bætið svo kóríander út í sósuna í lokinn. 

ER2476.jpg
Next
Next

Laxabaka með kóríandersalati, rucola og jalapenómajónesi