Laxabaka með kóríandersalati, rucola og jalapenómajónesi

Uppskriftin er fyrir 4

 
 

Laxinn

  • 600 gr roð og beinlaus laxaflök 

  • ólífuolía 

  • sjávarsalt 

  • svartur pipar úr kvörn 

Setjið laxinn í eldfast mót með ólífuolíu undir og yfir. Kryddið laxinn með salti og pipar. Bakið laxinn við 150 gráður í 24 mín. 


Eftir eldun 

  • 1/2 dós 18 % sýrður rjómi 

  • 1/3 bréf kóríander (gróft skorinn)

  • fínt rifinn börkur af 1 lime 

  • sjávarsalt 

Takið laxinn út úr ofninum og rífið hann niður í höndunum og setjið í skál með sýrða rjómanum og kóríandernum. Smakkið laxinn til með sjávarsalti og fínt rifnum berki af lime


Jalapenó majónes

  • 1 dós majónes (250ml)

  • 2 msk jalapenó (fínt skorið)

  • 1 stk lime (fínt rifinn börkur og safi)

  • 1 stk skallotlaukur (fínt skorinn) (2 msk)

  • sjávarsalt 

Blandið öllu saman og smakkið til með salti



Meðlæti og samsetning

  • 4 stk naan brauð 

  • 4 stk vorlaukur (fínt skorinn)

  • 1/2 haus kínakál (fínt skorið)

  • 1/2 bréf kóríander 

  • 1 box radísuspírur 

  • 2 msk sojasósa 

  • 1 msk fiskisósa 

  • 1 msk sesamolía 

Setjið allt nema naanbrauðið saman í skál og blandið saman. Setjið naanbrauðið inn í heitan ofninn og hitið í 5 mín. Smyrjið naanbrauðið með jalapenomajónesinu, setjið laxablönduna á smurða naan brauðið, dreifið svo í lokinn öllu grænmetinu fallega yfir laxinn.

ER2484.jpg
Previous
Previous

Steiktur þorskhnakki með kóríandersósu og steiktum kartöflum með spínati og baunaspírum.

Next
Next

Bleikjubollur með steiktum hrísgrjónum og karrýkókossósa