Bleikjubollur með steiktum hrísgrjónum og karrýkókossósa

Uppskriftin er fyrir 4

 
 

Bleikjubollur

  • 400 gr roð- og beinlaus bleikja 

  • 1 stk hvítlauksrif (fínt rifið)

  • 1 tsk sambal oelek 

  • 1 msk pikklað engifer (fínt skorið)

  • 1 msk kóriander (fínt skorið) 

  • 1 ½ msk raspur 

  • 1 msk kókos 

  • Sjávarsalt 

Skerið bleikjuna niður í litla bita og setjið í skál með öllu hinu hráefninu og smakkið til með saltinu. Hnoðið bollur úr blöndunni (ca 30 gr bollur) og setjið inn í 180 gráðu heitan ofninn í 6 mín. 

Steikt hrísgrjón 

  • 400 gr soðin hrísgrjón

  • 2 hvítlauksgeirar (fínt skornir)

  • 1 chili rautt (fínt skorið)

  • 1 msk engifer (fínt skorið)

  • ½ box sykurbaunir 

  • ½ poki radísur 

  • 50 gr smjör

  • ½ bréf kóriander 

  • 2 msk salthnetur 

  • 1 msk sesamolía 

  • 2 msk fiskisósa 

  • 3 msk sojasósa

  • ½ bréf kóríander 

  • Olía til steikingar 

  • 1 stk Lime (fínt rifinn börkur og safi)

  • Sjávarsalt 

  • Svartur pipar úr kvörn 

  • 2 msk salthnetur 

Hitið pönnu með olíu og setjið hvítlaukinn, chili-ið og engiferið á pönnuna og steikið við vægan hita. Bætið sykurbaununum og radísunum út á ásamt hrísgrjónunum og smjörinu. Hellið næst fiskisósunni, sesamolíunni og sojasósunni út á pönnuna og bætið í lokinn salthnetunum og kóríandernum út í. Smakkið til með salti og pipar ef þurfa þykir.

Karrýkókossósa 

  • 1 stk Laukur (gróft skorinn)

  • 3 stk hvítlauksrif (gróft skorinn)

  • ½ stk grænt epli (gróft skorið)

  • ½ msk karrýduft

  • 200 ml vatn

  • 1 dós kókosmjólk (400ml)

  • 1 msk kjúklingakraftur

  • olía til steikingar

  • sjávarsalt

Hitið pott með olíu og sejið hvítlaukinn, laukinn og eplið útí og steikið við miðlungshita þangað til allt er orðið mjúkt. Setjið karrýduftið saman við ásamt vatni, kókosmjólk og kjúklingakrafti og sjóðið í 20 mín. Maukið saman með töfrasprota og smakkið til með salti.

ER2550.jpg
Previous
Previous

Laxabaka með kóríandersalati, rucola og jalapenómajónesi

Next
Next

Fiskur og franskar með tartarsósu