Heimalagað pasta með kjúklingabollum, spínatsósu og portóbellósveppum

Uppskriftin er fyrir 4

 
 

Pastadeig 

  • 250 gr hveiti 

  • 2 egg

  • 3 eggjarauður

  • 1 msk ólífuolía  

  • ½ tsk salt 

Setjið hveitið og saltið saman í skál og blandið vel saman. Gerið holu í miðjuna á hveitinu og setjið eggin, eggjarauðurnar og ólífuolíuna í holuna og blandið öllu varlega saman. Hnoðið deigið í höndunum og setjið svo í plastfilmu og inn í ísskáp í 1 klst. Fletjið svo út í pastavél eða með kefli í að minnsta kosti 2 mm þykkt. Skerið í þunnar ræmur og setjið í sjóðandi vatn með salti í ca. 3 mín.


Kjúklingabollur 

  • 550 gr kjúklingalæri úrbeinað

  • 6 msk brauðraspur 

  • 2 msk salvía (fínt skorin)

  • 2 msk steinselja (fínt skorin)

  • 1 tsk Chili sambal oelek

  • ½  stk hvítlauksrif (fínt rifinn)

  • 1 msk sjávarsalt  

Skerið kjúklingalærin niður í eins smá bita og þið getið. Setjið skorin kjúklingalærinn með öllu hinu hráefninu saman í skál. Rúllið upp í ca. 25-30 gr. bollur og setjið á bökunarplötu inn í 200 gráðu heitan ofninn í 20 mín.

Spínatsósa

  • 5 skallotlaukur (skrældur og gróft skorinn)

  • 1 stk hvítlauksgeiri (skrældur og gróft skorinn)

  • 1 poki spínat (100 gr)

  • ½ liter rjómi

  • 3 msk grænmetiskraftur   

  • safi úr ½ sítrónu 

  • sjávarsalt 

  • svartur pipar úr kvörn

Hitið pott með olíu í og steikið laukinn og hvítlaukinn þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið spínatinu út í ásamt rjómanum og sjóðið saman í ca. 15-20 mín.

Maukið sósuna með töfrasprota eða í blenderkönnu og smakkið sósuna til með grænmetiskrafti, sítrónusafa, salti og pipar.

Meðlæti með bollum

  • Steiktir portóbellósveppir 

  •  Rifinn ferskur parmesan ostur

  • Rifið hrátt brokkolí

  • Sítrónubátur 

  • Ristaðar furuhnetur

ER2614.jpg
Previous
Previous

Flatbaka með tómatpestó, bökuðu eggaldin, hægeldaðri kjúklingabringu eða hráskinku

Next
Next

Stökk kjúklingalæri með salthnetudressingu og hvítkálsmyntusalati