Lambaribeye í harissa marineringu með epla og brokkolíhrásalati

Uppskriftin er fyrir 4

 
 

Lambaribeye

  • 800 gr lambaribeye

Marinering 

  • 2 msk harissapaste

  • 100 gr grísk jógúrt 

  • ½ bréf kóriander 

  • 1 msk cumin 

  • 1 msk sjávarsalt 

Setjið grísku jógúrtina ásamt harissa pastinu í skál og hrærið saman. Skerið kórianderinn gróft niður og bætið út í ásamt cumin og sjávarsalti. Setjið ribeyeið í bakka með marineringunni, veltið kjötinu upp úr marineringunni og látið standa í henni í 12 - 24 tíma.

Hitið ofninn upp í 200°c. Setjið kjötið í eldfast mót og eldið kjötið í 15 min. Takið kjötið út úr ofninum og setjið álpappír yfir eldfasta mótið og látið kjötið hvíla í 15 min. Skerið svo kjötið niður og kryddið yfir það með sjávarsalti.


Epla og brokkolí hrásalat með ristuðum kasjúhnetun 

Dressing fyrir hrásalat 

  • 250 gr grísk jógúrt

  • 100 gr majónes 

  • 2 msk flórsykur 

  • 1 msk cumin malað

  • 1 stk lime 

Setjið allt hráefnið nema lime í skál. Rífið börkinn af lime með fínu rifjárni og kreistið svo safann úr því í skálina. Blandið öllu saman með písk. 

Hráefni í salat

  • 1 stk grænt epli 

  • 1 haus brokkolí 

  • 1stk rauð paprika 

  • ½ bréf ferskur kóriander 

  • 100 gr kasjúhnetur 

Hitið ofninn upp í 150°c og eldið kasjúhneturnar í 25 min. Takið stilkinn af brokkolíinu og rífið það niður í grófu grófu rifjárni. Skerið paprikunni í strimla og eplið í ca 0,5 cm teninga, skerið kórianderinn gróft niður.  Setjið allt hráefnið saman í skál og hellið dressingunni yfir og blandið saman. Berið fram með kasjúhnetunum. 

ERIII4300.jpg
Previous
Previous

Lambafille fyllt með sveppum, kapers og hvítlauk. Borið fram með bökuðum sætum kartöflum og jógúrtdr

Next
Next

Hægeldaðir lambaleggir í indverskum kryddum með grænmeti bökuðu í kókosmjólk.