Mexíkósk kjúklingasúpa

Uppskriftin er fyrir 6-8

 
 

Fyrir 4 

  • 1200 gr niðursoðnir tómatar

  • 600 ml vatn

  • ½ Líter matreiðslurjómi

  • 8 gr cumin

  • 10 gr tacokrydd

  • 30 gr kjúklingakraftur

  • 10 gr salt

Setjið öll hráefnin nema rjómann saman í pott og sjóðið í 20 mín. Bætið rjómanum útí og sjóðið í 10 mín og maukið svo allt saman með töfrasprota.

Meðlæti með súpu

  • 500 gr eldaður rifinn kjúklingur

  • 1 box sveppir

  • 1 stk rauð paprika

  • 1 stk rauðlaukur 

  • 1 msk taco krydd 

  • Sjávarsalt

  • Olífuolía til steikingar

Skerið grænmetið niður og steikið upp úr olíunni og kryddið til með taco kryddinu og smakkið til með salti

Hitið kjúklinginn í ofni og berið fram með sýrðum rjóma, nachos og rifnum osti

ER3012.jpg
Previous
Previous

Gúllassúpa

Next
Next

Rauðrófu- og geitaostasalat með sætum kartöflum, sykruðum valhnetum og fennel