Rauðrófu- og geitaostasalat með sætum kartöflum, sykruðum valhnetum og fennel

Uppskriftin er fyrir 4

 
 

Pikklaðar rauðrófur

  • 6 stk meðalstórar rauðrófur 

  • 2 L Vatn  

  • 300 ml hvítvínsedik 

  • 400 gr sykur 

  • 2 stk lárviðarlauf 

  • 1 tsk fennelfræ 

  • 2 stk anisstjörnur 

  • 2 stk negulnaglar 

Setjið allt nema rauðrófurnar saman í pott og sjóðið upp á því. Skrælið rauðrófurnar og skerið þær í ca 4 cm bita. Setjið rauðrófurnar í vökvann og sjóðið við vægan hita þar til þær eru mjúkar í gegn. Takið rauðrófurnar upp úr vökvanum og kælið bæði rófurnar og vökvann í sitt hvoru lagi. Setjið rauðrófurnar svo út í vökvann í lokað ílát. (Þetta geymist í margar vikur í kæli svo lengi sem að vökvinn flýtur yfir.) Áður en rauðrófurnar eru bornar fram eru þær þerraðar og skornar í fallega bita.

Sykraðar valhnetur 

  • 150 gr valhnetur 

  • 1L vatn 

  • 2 tsk salt 

  • 2 msk flórsykur 

  • Sjávarsalt 

Sjóðið upp á vatninu með saltinu í. Setjið valhneturnar í vatnið og sjóðið í ca 1 mín. Hellið vatninu af hnetunum og þerrið þær á pappír. Setjið hneturnar í skál með flórsykrinum og veltið þeim vel upp úr honum. Hitið pott með olíu í 160 gráður og steikið hneturnar í ca 6 mín eða þar til þær eru orðnar gylltar og fallegar að utan. Takið hneturnar upp úr olíunni og setjið á bökunargrind, saltið eftir smekk og látið kólna. Geymið í loftæmdum umbúðum.

Grillaðar sætar kartöflur

  • 2 stk stórar sætarkartöflur

  • Svartur pipar úr kvörn 

  • Sjávarsalt

Skrælið sætu kartöflurnar og skerið í ca 1 cm þykkar skífur. Hitið grillpönnu og grillið skífurnar á báðum hliðum. Setjið í 180 gráðu heitann ofn í 20 mínútur eða þar til að þær eru mjúkar í gegn. Kryddið með saltinu og piparnum.

Meðlæti 

  • 1 stk fennel 

  • 8 stk radísur 

  • 140 gr geitaostur 

  • Salatblanda 

  • Ólífuolía 

  • Balsamik edik 

Skerið fennelið og radísurnar örþunnt í mandólini eða með hníf. Setjið salatblönduna í fat og raðið öllu meðlætinu ofan á það, endið á að setja ostinn og hneturnar ofan á salatið, berið fram með ólífuolíu og góðu balsamik ediki.

ER2537.jpg
Previous
Previous

Mexíkósk kjúklingasúpa

Next
Next

Kjúklingasalat með sinneps- appelsínudressingu og avacadómauki