Grísasnitzel með volgu kartöflusalati og brúnuðu kapers - lauk smjöri

 

Uppskriftin er fyrir 4

 
  • 800 gr grísasnitzel (foreldað snitzel)

  • 100 gr smjör 

  • 1 stk sítróna 

Setjið snitzelið í eldfast mót skerið smjörið í þunnar ræmur og leggið ofan á snitzelið, setjið inn í 180 gráðu heitann ofn í ca 15 min. Skerið sítrónuna í báta og berið fram með snitzelinu.

 

Heitt kartöflusalat beikoni og lauk 

  • 600 gr soðið kartöflusmælki (skorið í helming)

  • 1 stk hvítur laukur

  • 100 gr beikon sneiðar 

  • Ólífuolía til steikingar 

  • 2 msk gróft sinnep

  • 2 msk fínt skorinn graslukur 

  • Sjávarsalt 

  • Svartur pipar úr kvörn 

Skerið beikonið niður í strimla, skrælið og skerið laukinn líka niður í strimla. Hitið pönnu með smá ólífuolíu á og setjið beikonið á pönnuna og steikið í ca 5 min eða þar til að það er orðið gullinbrúnt. Bætið lauknum út á pönnuna og steikið þar til hann er orðinn mjúkur í gegn. Hellið kartöflunum ásamt sinnepinu út á pönnuna og blandið öllu vel saman og smakkið til með salti og pipar. Setjið í eldfast mót og hitið við 180 gráðu hita í 10 min. Blandið graslauknum saman við kartöflurnar áður en þær eru bornar fram

Brúnað lauksmjör með kapers

  • 200 gr smjör 

  • 1 stk hvítur laukur (skorin í sneiðar)

  • 2 msk kapers 

  • 2 msk fint skorin steinselja 

  • Safi úr ½ sítrónu

  • Sjávarsalt 

Setjið smjörið i pott við miðlungs hita og látið það brúnast í pottinum á meðan það er pískað saman. Þegar smjörið er orðið ljósbrúnt sigtið þið það yfir í annan pott. Setjið laukinn og kapersinn út í smjörið og látið það malla við vægan hita í 10 min eða þar til að laukurinn er orðin mjúkur. Bætð sítrónusafanum og steinseljunni út í lokinn og smakkið til með saltinu.  

Previous
Previous

Hægeldaðar grísakinnar, kremað rótargrænmeti og ristaðar möndlur

Next
Next

Grísakjötslasagna