Hægeldaðar grísakinnar, kremað rótargrænmeti og ristaðar möndlur

 

Uppskriftin er fyrir 4

 

Hægeldaðar grísakinnar 

  • 1 kg grísakinnar (fullhreinsaðar)

  • 100 gr hveiti 

  • 100 gr smjör 

  • 1 stk laukur (gróft skorinn)

  • 1 stk stór gulrót (gróft skorinn)

  • 2 sellerístilkar (gróft skornir)

  • 2 msk reykt paprika 

  • 1 msk cummin 

  • 2 lárviðarlauf 

  • 3 hvítlauksgeirar

  • 4 greinar ferskt timian  

  • 1 liter vatn 

  • 2 kjúklingakraftsteningar 

  • 100 gr tómatpurre

  • Ólífuolía til steikingar

  • Sjávarsalt 

  • Pipar úr kvörn 

  • Pottur sem að fá fara í ofn eða djúpt eldfast mót 

  • 250 ml rjómi 

  • Sósujafnari

  • 1 stk sítróna 

Veltið grísakinnunum upp úr hveitinu hitið pott með ólífuolíu og brúnið kinnarnar allan hringinn. Bætið grænmetinu og öllum kryddunum og timianinu út í pottinn og brúnið í ca 3 min.  Hellið vatninu í pottinn og bætið tómatpúrreinu og kjúklingakraftinum út í. Setjið lok á pottinn eða álpappír og setjið svo pottinn inn í 150 gráðu heitan ofninn í 2 klst. Takið grísakinnarnar upp úr soðinu og sigtið svo soðið  í annan pott. Bætið 250 ml af rjóma út í soðið og setjið svo pottinn á hellu og sjóðið í ca 5 min. Þykkið sósuna með sósujafnaranum og smakkið til með salti og sítrónusafa. Setjið grísakinnarnar í eldfast mót og hellið sósunni yfir þær.

Kremað rótargrænmeti 

  • 1 stk sellerírót 

  • 2 stk gulrætur 

  • 250 ml rjómi 

  • 2 msk fersk steinselja fínt skorin

  • 4 greinar ferskt timian 

  • 1 tsk Grænmetisþurrkraftur

  • Sjávarsalt 

Skrælið og skerið grænmetið í stóra tígla, sjóðið það í 4 mín í saltvatni, takið svo upp úr vatninu og setjið í annan pott með rjómanum, grænmetiskraftinum og timianinu. Sjóðið saman í ca 10 min eða þar til rjóminn fer að þykkna. Smakkið til með salti, stráið steinseljunni yfir áður en að þið berið grænmetið fram.

Ristaðar möndlur 

  • 150 gr möndlur 

  • 2 msk ólífuolía 

  • Sjávarsalt 

Veltið möndlunum upp úr ólífuolíunni, dreifið vel úr þeim á bökunarplötu og setjið inn í 150 gráðu heitann ofninn í 30 min. Leyfið möndlunum að kólna og skerið þær svo gróft niður.

Previous
Previous

Mexíkóskargrísakjötsbollur og avacadósalat borið fram í tortillu

Next
Next

Grísasnitzel með volgu kartöflusalati og brúnuðu kapers - lauk smjöri