Mexíkóskar-grísakjötsbollur og avacadósalat borið fram í tortillu

 

Uppskriftin er fyrir 4

 
  • 900 gr grísahakk 

  • 1 msk sambal olek 

  • 80 ml tequila 

  • Safi og börkur af 1 lime 

  • 1 stk Jalapeno (fínt skorið)

  • 200 gr soðin hrísgrjón 

  • 2 egg

  • 1 stk laukur (fínt skorinn) 

  • ½ bréf kóríander (fínt skorið)

  • 1 hvítlauksgeiri fínt rifinn 

  • ½ tsk cumin 

  • ¼ tsk kardimommur 

  • 6 gr fínt salt

Setjið allt hráefnið saman í skál og hnoðið með höndunum þar til allt er vel blandað saman. Mótið ca 30 gr bollur og setjið á bökunarplötu með bökunarpappír undir. Setjið inn í 200 gráðu heitann ofninn í ca 10 min.

Avocadó og tómatsalsa 

  • 2 stk avocadó 

  • 1 stk vorlaukur 

  • 2 box piccolo tómatar 

  • ½ bréf kóriander (fínt skorið)

  • 1 stk lime safinn og börkurinn

  • 100 gr niðursoðinn maís

  • 1 msk fínt skorið jalapeno 

  • Sjávarsalt 

Takið steininn úr avacadóinu og skerið í bita, skerið vorlaukinn fínt niður og tómatana í helming. Setjið allt hráefnið saman í skál, blandið saman og smakkið til með saltinu.

Rjómaostakrem með lime

  • 250 gr Rjómaostur

  • 1 stk lime börkur og safi

  • Sjávarsalt

Setjið rjómaostinn í skál og hrærið saman við limebörkinn og safann, smakkið til með salti.
Berið fram í tortilla köku með salati ferskum kóriander og nachosflögum.

Previous
Previous

Steiktar grísakótilettur með gremolata og bökuð blómkáli með rjómaosti beikoni og döðlum.

Next
Next

Hægeldaðar grísakinnar, kremað rótargrænmeti og ristaðar möndlur