Tvíreykt lamb með ristuðum möndlum piparrótardressingu og klettasalati - forréttur

Uppskriftin er fyrir 4

 
 
  • 200 gr þunnt skorið tvíreykt lamb 

  • 2 msk ristaðar möndluflögur 

  • 4 lúkur af klettasalat 

  • sherryedik 

  • ólífuolía 

  • Fersk piparrót 

  • Fínt salt

Leggjið kjötið á disk, sprautið dressingunni yfir kjötið, dreifið möndluflögunnum jafnt yfir kjötið, Setjið klettasalatið í skál og tossið það upp úr olíunni og edikinu, setjið salatið yfir kjötið og rífið ferska piparrót yfir kjötið eftir smekk.


Piparrótardressing 

  • ½  dós 18% sýrðurrjómi 

  • 2 msk majónes 

  • 1 msk fínt rifinn fersk piparrót 

  • 1 msk Worcestershire sósa 

  • ferskur sítrónusafi 

  • fínt salat

Setjið allt hráefnið saman í skál og blandið því vel saman smakkið til með sítrónusafanum og saltinu.

Previous
Previous

Heilsteikt önd með sveppa og trönuberjafyllingu

Next
Next

Nautalund í smjördeigssveppahjúp (Naut Wellington)