Hægeldað nautafille með sveppa- og kartöflugratíni

Uppskriftin er fyrir 4

 
 
  • 800 gr nautafille(fullhreinsað)

  • 1 msk þurrkað estragon 

  • 2 msk dijon sinnep 

  • 2 msk ólífuolía 

  • Safi úr ½ sítrónu 

  • 1 stk hvítlauksrif (fínt rifið)

  • ólífuolía til steikingar 

  • sjávarsalt 

  • svartur pipar úr kvörn 

Setjið estragonið, dijon sinnepið, ólífuolíuna og sítrónuna saman í skál og blandið saman. Hitið pönnu með ólífuolíu og brúnið nautafille-ið allan hringinn og kryddið með salti og pipar. Smyrjið fille-ið með sinnepsblöndunni allan hringinn og setjið inn í 100 gráðu heitan ofninn í 1 klst eða þar til það hefur náð 53 – 56 gráðum í kjarnhita. Takið út úr ofninum og látið fille-ið standa í 15 mín áður en það er borðað.



Sveppa- og kartöflugratin

  • 4 stk bökunarkartöflur 

  • 1 box sveppir 

  • 1 bréf beikon (smátt skorið)

  • 1 teningur sveppakraftur 

  • ¼ líter rjómi 

  • 1 msk smjör

  • sjávarsalt 

  • 1 poki rifinn ostur 

Bakið kartöflunar við 200 gráðu hita í 70 mín. Skerið kartöflurnar í helming þegar þær eru klárar og skafið innan úr þeim með matskeið. Hitið pott með smá olífuolíu og setjið beikonið út í og steikið í ca 3 mín. Skerið sveppina fínt niður og setjið út í pottinn með beikoninu. Steikið þar til sveppirnir eru orðnir gullinbrúnir. Bætið rjómanum og smjörinu út í ásamt sveppakraftinum. Endið á að bæta bökunarkartöflunum út í pottinn, blandið öllu vel saman og smakkið til með salti og pipar. Setjið svo allt hráefnið saman í eldfast mót og dreifið rifna ostinum jafnt yfir. Bakið við 200 gráðu hita í 15 mín.

ER2562.jpg
Previous
Previous

Nautabollur með tómatchilidressingu og tagliatelle pasta

Next
Next

Osso bucco með hvítlaukskartöflumús, steiktum gulrótum og piparrót