Steikt nautaribeye með hráskinku og ostakartöfluköku. Borin fram með súrsætum sveppum og rauðlauk

Uppskriftin er fyrir 4

 
 

Nautaribeye 

  • 4 stk 200 – 250 gr nauta ribeye steikur 

  • 70 gr smjör  

  • Sjávarsalt 

  • Svartur pipar úr kvörn 

Kryddið steikurnar vel báðum megin með saltinu og piparnum. Hitið pönnu með ólífuolíu og setjið steikurnar á heita pönnuna og steikið í 2½ mín. Snúið steikunum við, bætið smjörinu út á pönnuna og steikið steikurnar í 2 ½ mín á hinni hliðinni. Setjið steikurnar í eldfast form, hellið smjörinu yfir og setjið álpappír yfir formið, látið steikurnar hvíla þar undir í 10 – 15 mín.


Súrsætir sveppir og rauðlaukur 

  • 200 ml ólífuolía 

  • 1 box Sveppir (gróft skornir)

  • 1 box portóbellósveppir (gróft skornir) 

  • 1 stk rauðlaukur (skorin í sneiðar) 

  • 1 tsk hvítlauksduft 

  • 3 msk balsamico 

  • 1 msk hunang 

  • 1 tsk oregano 

  • ½ bréf flöt steinselja 

Hitið pönnu og hellið ólífuolíunni út á hana. Setjið alla sveppina út á pönnuna og steikið þá í u.þ.b. 5 mín, bætið svo lauknum út á pönnuna ásamt oregano og steikið í 5 mín í viðbót. Hellið svo hunanginu og balsamicoedikinu út á pönnuna og kryddið með saltinu og piparnum eftir smekk. Skerið í lokin steinseljuna og bætið henni út í þegar þið eruð búin að slökkva undir pönnunni. Þetta má bera fram kalt jafnt og heitt.


Ostakartöflukaka

  • 4 stk bökunarkartöflur (eldaðar) (Bakaðar við 200 gráðu hita í 70-80 min)

  • 150 ml rjómi 

  • 2 egg 

  • 1 tsk oregano 

  • 100 gr prima donna (má vera parmisan eða granapadano)

  • 4 sneiðar hráskinka (gróft skorin)

  • ólífuolía 

Skerið kartöflurnar í tvennt, skafið innan úr þeim og setjið í skál. Brjótið eggin í skálina og bætið svo öllu hinu hráefninu út í og hrærið öllu saman. Penslið eldfast form með ólífuolíu, setjið blönduna í mótið og bakið við 190 gráðu hita í 25-30 min eða þar til kartöflurnar eru orðnar gylltar á litinn.

ERIII4267.jpg
Previous
Previous

Nautalund (Rossini) borin fram með steiktum kartöflum, sveppum og madeirasósu

Next
Next

Nautasalat með graskeri, gráðaosti og hindberjavinagrette